Aðalsíða

Samræmd starfsmannakönnun leikskóla í febrúar

11. janúar, 2016

Samræmd starfsmannakönnun Skólapúlsins í leikskólum fyrir skólaárið 2015-16 verður framkvæmd í næsta mánuði. Að þessu sinni verður einnig í boði að taka könnunina á ensku. Hægt er að staðfesta þátttöku leikskóla í könnuninni með því að senda inn lista yfir starfsfólk fyrir 27. janúar 2016. Nákvæmar leiðbeiningar um framkvæmd má finna hér: http://skolapulsinn.is/um/?page_id=1506