Aðalsíða

Niðurstöður samræmdra foreldra- og starfsmannakannana leik- og grunnskóla

1. apríl, 2016

Niðurstöður samræmdrar foreldrakönnunar grunnskóla og starfsmannakönnunar leikskóla eru orðnar hluti af niðurstöðum skólanna í Skólapúlsinum. Gagnasöfnun samræmdrar foreldrakönnunar leikskóla og starfsmannakönnunar grunnskóla fór fram í mars og lýkur um helgina. Úrvinnsla hefst því í næstu viku og er niðurstaðna að vænta um viku síðar. Líkt og áður var þátttaka góð og svarhlutfall hjá stórum hluta skólanna yfir 80%, aðeins lítill hluti náði ekki 70% svarhlutfalli. Niðurstöður eru ekki birtar ef svarhlutfall er undir 60% og þær birtar með fyrirvara um að gögnin endurspegli mögulega ekki viðhorf heildarinnar ef svarhlutfall er á bilinu 60-70%.