Nú hafa mælingar farið fram í öllum könnunum skólaársins hjá Skólapúlsinum. Tveir mælingarmánuðir eru eftir af nemendakönnun þar sem nemendahóp skólanna er skipt í úrtök yfir skólaárið. Síðasta mæling nemendakönnunar verður í maí.
Niðurstöður samræmdrar starfsmannakönnunar grunnskóla og foreldrakönnunar leikskóla voru birtar skólunum fyrr í þessum mánuði. Líkt og fyrri ár var þátttaka í þessum könnunum góð og svarhlutfall hjá flestum yfir 80%.