Aðalsíða

Innsending nemendalista í fullum gangi

27. ágúst, 2018

Skólar víða um land eru nú í óða önn að yfirfara vinnslusamninga og senda inn nemendalista til þátttöku í nemendakönnun 6. – 10. bekkjar 2018-2019. Í anda nýrra persónuverndarlaga viljum við vekja athygli á að nöfn nemenda eru einungis notuð til að draga í úrtök í stærri skólum og því eru nöfn óþörf í nemendalistum hjá skólum sem eru með færri en 80 nemendur í 6. – 10. bekk. Minni skólar geta því skilið nafnadálkinn eftir auðan og dregið þannig úr óþarfa vinnslu persónuupplýsinga. Síðar á skólaárinu (í apríl) fer fram nemendakönnun 1. – 5. bekkjar. Í þeirri könnun er ekki dregið í úrtök og því eiga nöfn ekki að fylgja þeim nemendalistum sem eru sendir inn. Listunum er einungis safnað svo unnt sé fylgja eftir að ásættanlegt svarhlutfall náist í könnuninni.