Aðalsíða

Breytingar á nemendakönnun Skólapúlsins fyrir 6. – 10. bekk.

28. ágúst, 2018

Nemendakönnun 6. – 10. bekkjar hefur tekið nokkrum breytingum frá síðasta  skólaári. Í fyrsta lagi er nú hægt að fá spurningarnar lesnar á bæði ensku og íslensku. Í öðru lagi er nú gert ráð fyrir að nafni svarenda sé eytt áður en svörun hefst en ekki að eftir svörun lýkur líkt og áður. Einnig má finna ýmsar smávægilegar orðalagsbreytingar eftir ábendingar sem fram komu á síðasta vorfundi (sjá lista hér að neðan).

Listi yfir breytingar á nemendakönnun Skólapúlsins fyrir 6. – 10. bekk.

  1. Orðalagi breytt á atriði í matsþættinum Trú á eigin vinnubrögð í námi. Spurt er „Hversu vel treysti ég mér til að geta eftirfarandi?“, atriðið var „Skipulagt skólavinnu mína“ en verður „Skipulagt námið mitt“.
  2. Orðalagi breytt á atriði í matsþættinum Trú á eigin vinnubrögð í námi. Spurt er „Hversu vel treysti ég mér til að geta eftirfarandi?“, atriðið var „Fest mér í minni upplýsingar sem ég fæ í kennslustundum og úr námsbókum“ en verður „Að muna upplýsingar sem ég fæ í kennslustundum og úr námsbókum“.
  3. Orðalagi breytt á atriði í matsþættinum Vellíðan. Spurt er „Hugsaðu um hvað þú gerðir og upplifðir í gær. Merktu síðan við hve mikið þú upplifðir hverja af eftirfarandi tilfinningum.“, atriðið var „Stress“ en verður „Stress eða kvíða“. Einnig breytt á næstu síðu: 2.4. Áhyggjur og stress – [Á síðunni á undan merktirðu við valmöguleikann oft eða mjög oft/allan daginn þegar spurt var um áhyggjur og/eða stress. Geturðu nefnt ástæður fyrir því að þú fannst fyrir þessum tilfinningum í gær?] í 2.4. Áhyggjur og stress eða kvíði – [Á síðunni á undan merktirðu við valmöguleikann oft eða mjög oft/allan daginn þegar spurt var um áhyggjur og/eða stress eða kvíða. Geturðu nefnt ástæður fyrir því að þú fannst fyrir þessum tilfinningum í gær?]
  4. Orðalagi breytt í spurningu í matsþættinum Tíðni hreyfingar. Spurt er „Hve oft í viku stundar þú íþróttir eða líkamsrækt? (t.d. fótbolta, sund, dans, þolfimi).“ Orðinu „þolfimi“ er breytt í „fimleika“.
  5. Spurningin „Hve oft ert þú í íþróttatímum í skólanum?“ í matsþættinum Tíðni hreyfingar er felld út.