Aðalsíða

Réttur til andmæla eða skriflegt samþykki foreldra?

29. ágúst, 2018

Okkur hjá Skólapúlsinum er mjög annt um að fara að öllu leyti eftir nýju lögunum um persónuvernd. Þess vegna fórum við yfir alla okkar ferla síðasta vetur í samstarfi við Juris lögmannsstofu og uppfærðum persónuverndarstefnu okkar í kjölfarið (sjá http://visar.is/?page_id=135). Það er þrennt sem lögfræðingar okkar hafa hvatt okkur til að koma á framfæri:

  1. Svör og nöfn svarenda eru aldrei tengd og því er aldrei um að ræða vinnslu á viðkvæmum persónuupplýsingum.
  2. Nöfn nemenda eru einungis notuð til að draga í úrtök í stærri skólum í 6. – 10. bekkjar könnuninni og því að öllu leyti óþörf í innsendum nemendalistum hjá skólum sem eru með færri en 80 nemendur í 6.- 10 .bekk.  Í þeim tilvikum er nafnadálkurinn í innsendum lista auður. Ekki er dregið í úrtök í nemendakönnun 1.- 5. bekkjar og því er ekki kallað eftir nöfnum í nemendalistum þeirrar könnunar. Listarnir eru því nafnlausir (þar með ekki persónuupplýsingar) og eingöngu til að fylgja eftir ásættanlegu svarhlutfalli í hverjum skóla.
  3. Foreldrar eiga alltaf rétt til andmæla og er sá réttur er virtur með því að senda út upplýsingabréf um kannanirnar. Þegar vinnslan er lögbundin og formlegur vinnslusamningur liggur fyrir milli skólans og Skólapúlsins er skriflegt samþykki ekki nauðsynlegt. Hvoru tveggja á við um þá vinnslu sem hér um ræðir.

Engu að síður höfum við einnig útbúið sérstakt eyðublað fyrir þá skóla sem vilja safna skriflegu samþykki þegar nemendi hefur nám í viðkomandi skóla (sjá hér https://skolapulsinn.is/um/?page_id=239). Það er ekki vegna þess að nýju lögin krefjist slíks samþykkis, heldur vegna þess að það tryggir að foreldrar séu meðvitaðir um hvernig skólinn sinnir lögbundnu hlutverki sínu um kerfisbundið innra mat og hvetur til samstarfs foreldra og skóla.