Aðalsíða

Nýir mælikvarðar inní spurningalista Skólapúlsins?

13. september, 2018

Skólastjóri í einum af þeim grunnskólum sem notar kannanir Skólapúlsins við innra mat hafði samband við okkur á dögunum og mælti með bókinni Beyond test scores eftir Jack Schneider sem gefin er út af Harvard University Press og kom út í fyrra. Við pöntuðum bókina og getum sannarlega mælt með lesningunni. Niðurstaða bókarinnar passar vel við hugmyndafræði Skólapúlsins um að námsmat í formi hárra einkunna sé ekki eini mælikvarðinn á gott skólastarf. Í bókinni er mælt með að skólastarf sé metið á fjölbreyttan hátt og með fjölbreyttum mælikvörðum. Höfundur bókarinnar mælir með ákveðnum mælikvörðum og  undirbyggir valið á vísindalegan hátt. Við lauslegan samanburð við kannanir Skólapúlsins voru einungis átta mælikvarðar sem minnst var á í bókinni sem kannanir Skólapúlsins ná ekki til, þeir eru:

1. Áhersla á þrautalausnir
2. Hæfni nemenda í þrautalausnum
3. Lýðræðisleg viðhorf
4. Trú á fjölbreytileika
5. Þátttaka í skapandi listum
6. Að kunna að meta listir
7. Samstarf við nærsamfélag og alþjóðasamfélag
8. Menntun og leyfisbréf

Í kjölfarið hefur verið nú verið ákveðið að ræða á næsta vorfundi hvort tilefni sé til að bæta einum eða fleiri af þessum mælikvörðum inní einn eða fleiri af kjarnaspurningalistum Skólapúlsins.