Aðalsíða

Ný þjónusta fyrir grunnskóla

23. ágúst, 2019

Menntamálastofnun framkvæmir samræmd próf á yngsta stigi og miðstigi í september og á unglingastigi í mars á hverju skólaári. Niðurstöður stærri skóla (100+) eru gerðar aðgengilegar í skýrslugrunni stofnunarinnar skyrslur.mms.is þegar framkvæmd er lokið. Skólapúlsinn býður uppá eftirvinnslu á þessum niðurstöðum þar sem viðkomandi skóli fær heildaryfirlit yfir sínar niðurstöður í nafnlausum samanburði við sambærilega skóla. Skýrslan inniheldur langtíma- og árgangalínurit þar sem hægt er að skoða þróun einstakra hópa á milli prófa. Skýrslan er uppfærð tvisvar á skólaári jafnóðum og nýjar tölur berast frá Menntamálastofnun. Innifalið í þjónustunni er ráðgjöf við túlkun í síma og tölvupósti alla virka daga frá 08:00-16:00 í eitt ár frá vinnslunni. Skráning fer fram á niðurstöðusíðum Skólapúlsins (með því að smella á Stillingar) eða með því að senda tölvupóst á skolapulsinn@skolapulsinn.is.