Aðalsíða

Könnun fyrir leikskólabörn – þróunarvinna

14. janúar, 2022

Vorið 2021 hófst þróunarvinna í samstarfi við Önnu Magneu Hreinsdóttur, Halldóru Pétursdóttur og stjórnendur og starfsfólk Hæðarbóls og Lundarbóls. Um er að ræða þróun mælitækja fyrir elsta árgang leikskóla. Þróunarvinnan er nú er á því stigi að til stendur að forprófa þau mælitæki sem nú liggja fyrir og hafa, að hluta, þegar verið prófuð af starfsfólki Hæðarbóls og Lundarbóls. Niðurstaðan úr forprófinu ræður úrslitum um hvort að leikskólum muni almennt verða boðin þátttaka í þessari samræmdu mælingu. Ef niðurstöður forprófsins verða ásættanlegar þá mun verða boðið upp á þessa könnun árlega í apríl. Ef niðurstöður forprófsins verða hinsvegar óásættanlegar (lélegt réttmæti mælitækja) þá mun þessi vinna verða lögð til hliðar. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á þessari síðu: https://skolapulsinn.is/um/?page_id=3361