Aðalsíða

Vorfundur Skólapúlsins 2022 – Upptökur

17. maí, 2022

Vorfundur Skólapúlsins 2022 fór fram þann 17. maí. Hægt er að horfa á upptökur af fundinum með því að smella á viðkomandi dagskrárlið hér að neðan. Meðal ákvarðana sem teknar voru var að færa könnun yngri nemenda í grunnskólum yfir í október og sleppa 1. bekkingum í þeirri könnun. Þetta er gert til að hægt sé að bregðast við niðurstöðum strax í upphafi skólaárs og til að mæta bágum áreiðanleika í svörum 1. bekkinga sem rekja má til ungs aldurs. Jafnframt var ákveðið að þýða báðar nemendakannanir grunnskólans yfir á úkraínsku. Margir smærri breytingar voru einnig ræddar og undirbúnar. Mæting á vorfundinn var mjög góð og þökkum við fundargestum innilega fyrir að hafa gefið sér tíma til að deila reynslu sinni af notkun upplýsingakerfanna.

Dagskrá:

09.00-10.30 Leikskóli: Foreldra- og starfsmannakönnun ásamt kynningu á niðurstöðum á forprófun á fyrirhugaðri könnun fyrir börn (upptaka væntanleg).
10.45-12.15 Grunnskóli: Nemenda-, foreldra- og starfsmannakannanir
13.30-15.00 Sveitarfélög: Skólavogin og Starfsmannapúlsinn
15.30-17.00 Framhaldsskóli: Nemendakönnun og Starfsmannapúlsinn