3. febrúar, 2015

Samræmd foreldrakönnun fyrir foreldra í grunnskólum var send út til rúmlega 14 þúsund foreldra í 83 grunnskólum í gær. Í dag hafa rúmlega 1500 foreldrar þegar svarað könnuninni. Þar af hefur tæplega eitt foreldri af hverjum fjórum nýtt sér kosti nýja gagnasöfnunarviðmóts Skólapúlsins og svarað á snjallsíma eða spjaldtölvu. Eftir tvo daga munu þeir foreldrar […]

lesa meira
13. janúar, 2015

Samræmd starfsmannakönnun Skólapúlsins í leikskólum fyrir skólaárið 2014-15 verður framkvæmd í febrúar næstkomandi. Hægt er að staðfesta þátttöku leikskóla í könnuninni með því að senda inn lista yfir starfsfólk fyrir 28. janúar. Nákvæmar leiðbeiningar um framkvæmd má finna hér: http://skolapulsinn.is/um/?page_id=1506

lesa meira
13. janúar, 2015

Samræmd foreldrakönnun Skólapúlsins í grunnskólum fyrir skólaárið 2014-15 verður framkvæmd í febrúar næstkomandi. Hægt er að staðfesta þátttöku skóla í könnuninni með því að senda inn lista yfir foreldra nemenda skólans fyrir 28. janúar. Áður en foreldralistinn er sendur inn er mælst til þess að skólinn gefi foreldrum færi á að hafna þátttöku. Foreldrabréfið og nákvæmar […]

lesa meira
14. nóvember, 2014

Rúmlega 1200 framhaldsskólanemendur víða af landinu taka nú þátt í samræmdri könnun fyrir sjálfsmat 8 skóla sem unnin er af Skólapúlsinum. Nemendur hafa bæði fengið könnunina senda í tölvupósti og með sms skilaboðum. Hægt er að svara könnuninni beint á snjallsímum og tekur um 15 mínútur að svara. Könnunin er nú framkvæmd í annað sinn og […]

lesa meira
13. ágúst, 2014
Talgervill fyrir nemendur með lestrarerfiðleika

Nemendur sem eiga erfitt með að lesa spurningarnar í nemendakönnun Skólapúlsins eiga þess nú kost að láta lesa fyrir sig spurningarnar. Talgervilsröddin Dóra sér um lesturinn. Hægt er að lesa sér frekar til um talgervilsverkefni Blindrafélagsins með því að fylgja þessari slóð: http://www.blind.is/verkefni/talgervlaverkefnid/

lesa meira
3. júní, 2014

Skólapúlsinn bauð til vorfundar 3. júní 2014. Efni fundarins var innihald kannana, niðurstöður og framkvæmd á öllum skólastigum. Farið var yfir helstu niðurstöður, túlkun þeirra útskýrð og rætt hvaða matsþáttum má bæta við og hvaða matsþáttum var ofaukið.

Hægt er að skoða upptökur af fundinum með því að smella á viðkomandi krækjur hér fyrir neðan.

9.00-10.30     […]

lesa meira
16. maí, 2014

Skólapúlsinn býður til vorfundar 3. júní næstkomandi í stofu H-101 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Stakkahlíð. Efni fundarins er innihald kannana, niðurstöður og framkvæmd á öllum skólastigum. Farið er yfir helstu niðurstöður, túlkun þeirra útskýrð og rætt hvaða matsþáttum má bæta við og hvaða matsþáttum er ofaukið.

Dagskrá:

9.00-10.30       Leikskóli: Foreldrakönnun og fyrirhuguð starfsmannakönnun
10.45-12.15   […]

lesa meira
16. apríl, 2014

Þörf umræða um neteinelti hefur verið í gangi að undanförnu í kjölfar vefsíðu um málefnið sem opnuð var  nýverið. Í því sambandi er vert að draga fram niðurstöður á spurningu um neteinelti (Mér leið mjög illa af því sem krakkarnir sögðu um mig eða við mig á netinu.) sem finna má í Skólapúlsinum. Það sem […]

lesa meira
22. janúar, 2014

Nú fer allt að verða klárt fyrir foreldrakönnun leikskóla. Niðurstöður forprófanna verða ljósar í lok næstu viku og því ætti almenn foreldrakönnun að geta hafist samkvæmt áætlun í mars.

Hægt er að taka könnunina á íslensku, ensku og pólsku.

Skráning fer fram á þessari síðu: http://www.skolapulsinn.is/um/?page_id=156 og nánari upplýsingar um framkvæmd má finna hér: http://skolapulsinn.is/um/?page_id=1508

lesa meira
7. janúar, 2014

Í byrjun febrúar verður lögð fyrir samræmd könnun fyrir foreldra barna á grunnskólaaldri. Viðmót könnunarinnar hefur verið uppfært til að auðvelda þeim sem kjósa að svara á snjallsíma eða spjaldtölvu. Þeir sem hafa áhuga á að skoða nýja viðmótið nánar geta haft samand í síma 583-0700 eða sent tölvupóst á skolapulsinn@skolapulsinn.is.


lesa meira