Samræmd foreldrakönnun Skólapúlsins í grunnskólum fyrir skólaárið 2016-17 fer fram í febrúar næstkomandi. Hægt er að staðfesta þátttöku skóla í könnuninni með því að senda inn lista yfir foreldra nemenda skólans fyrir 25. janúar. Áður en foreldralistinn er sendur inn er mælst til þess að skólinn gefi foreldrum færi á að hafna þátttöku. Foreldrabréfið og […]
Rúmlega 600 framhaldsskólanemar víða af landinu tóku þátt samræmdri nemendakönnun sem unnin var af Skólapúlsinum í nóvembermánuði síðastliðnum. Nemendur fengu könnunina bæði senda í tölvupósti og með sms skilaboðum. Könnuninni má svara beint á snjallsímum og tekur um 15 mínútur. Könnunin var nú framkvæmd í fjórða sinn og fengu þátttökuskólar niðurstöður með samanburði við aðra […]
Skráningar í samræmdar kannanir grunnskóla skólaárið 2016-17 standa nú yfir. Fyrstu mælingar nemendakönnunar fara af stað 1. september. Foreldrakönnun verður lögð fyrir í fimmta sinn í febrúar næstkomandi og starfsmannakönnun í fjórða sinn í mars.
Skrifstofa Skólapúlsins verður lokuð frá 5. til 20. júlí. Gleðilegt sumar!
Skólapúlsinn bauð til vorfundar 31. maí 2016. Efni fundarins var innihald kannana, niðurstöður og framkvæmd á öllum skólastigum. Farið var yfir helstu niðurstöður, túlkun þeirra útskýrð og rætt hvaða matsþáttum má bæta við og hvaða matsþáttum var ofaukið.
Hægt er að skoða upptökur af fundinum með því að smella á viðkomandi krækjur hér fyrir neðan.
9.00-10.30 […]
Skólapúlsinn býður til vorfundar þann 31. maí næstkomandi í stofu H-101 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Stakkahlíð. Efni fundarins er innihald kannana, niðurstöður og framkvæmd á öllum skólastigum. Farið er yfir helstu niðurstöður, túlkun þeirra útskýrð og rætt hvaða matsþáttum má bæta við og hvaða matsþáttum er ofaukið.
Dagskrá:
9.00-10.30 Leikskóli: Foreldra- […]
Í dag var tekin í notkun skilvirkari aðferð við að færa skýrslur yfir á pdf form á síðunni nidurstodur.skolapulsinn.is. Nú tekur styttri tíma að útbúa slík skjöl sem dregur verulega úr líkum á því að upp komi vandamál við þá aðgerð í kerfinu.
Nú hafa mælingar farið fram í öllum könnunum skólaársins hjá Skólapúlsinum. Tveir mælingarmánuðir eru eftir af nemendakönnun þar sem nemendahóp skólanna er skipt í úrtök yfir skólaárið. Síðasta mæling nemendakönnunar verður í maí.
Niðurstöður samræmdrar starfsmannakönnunar grunnskóla og foreldrakönnunar leikskóla voru birtar skólunum fyrr í þessum mánuði. Líkt og fyrri ár var þátttaka í þessum könnunum […]
Niðurstöður samræmdrar foreldrakönnunar grunnskóla og starfsmannakönnunar leikskóla eru orðnar hluti af niðurstöðum skólanna í Skólapúlsinum. Gagnasöfnun samræmdrar foreldrakönnunar leikskóla og starfsmannakönnunar grunnskóla fór fram í mars og lýkur um helgina. Úrvinnsla hefst því í næstu viku og er niðurstaðna að vænta um viku síðar. Líkt og áður var þátttaka góð og svarhlutfall hjá stórum hluta […]
Samræmd starfsmannakönnun Skólapúlsins í leikskólum fyrir skólaárið 2015-16 verður framkvæmd í næsta mánuði. Að þessu sinni verður einnig í boði að taka könnunina á ensku. Hægt er að staðfesta þátttöku leikskóla í könnuninni með því að senda inn lista yfir starfsfólk fyrir 27. janúar 2016. Nákvæmar leiðbeiningar um framkvæmd má finna hér: http://skolapulsinn.is/um/?page_id=1506