Notendur Skólapúlsins hafa lengið kallað eftir aðferð við að meta viðhorf yngri nemenda í grunnskólum. Í vor fór fram forprófun á nýrri könnun fyrir 1.-5. bekk þar sem mynda- og talgervilsstuðningur er nýttur til að leggja spurningar fyrir börn sem enn eru ekki orðin læs. Aðferðin var forprófuð sl. vor og mun verða framkvæmd í […]
Fyrsta vika skólaársins 2017-2018 er nú að hefjast víða um land. Við óskum nemendum, foreldrum og starfsfólki velfarnaðar á nýju skólaári og hlökkum til að vinna með því að bættu skólastarfi.
Skrifstofa Skólapúlsins verður lokuð frá mánudeginum 10. júlí til mánudagsins 17. júlí vegna sumarleyfa.
Vorfundur Skólapúlsins fór fram þann 31. maí síðastliðinn. Góðar umræður sköpuðust um innihald og framkvæmd kannana á öllum skólastigum. Í kjölfarið var ákveðið að breyta orðalagi og fella út nokkrar spurningar. Helstu breytingar á komandi skólaári verður að finna í foreldrakönnun leikskóla þar sem spurningum sem snerta upplýsingamiðlun til foreldra verður fækkað úr 10 í […]
Skólapúlsinn býður til vorfundar miðvikudaginn 31. maí næstkomandi í stofu H-101 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Stakkahlíð.
Efni fundarins er innihald kannana, niðurstöður og framkvæmd á öllum skólastigum. Farið er yfir helstu niðurstöður, túlkun þeirra útskýrð og rætt hvaða matsþáttum má bæta við og hvaða matsþáttum er ofaukið.
Dagskrá:
09.00-10.30 Leikskóli: Foreldra- og starfsmannakönnun
10.45-12.15 Grunnskóli: Nemenda-, foreldra- og starfsmannakönnun.
13.30-15.00 […]
Niðurstöður samræmdra foreldrakannana og starfsmannakannana í grunn- og leikskólum eru orðnar hluti af niðurstöðum skólanna í Skólapúlsinum.
Gagnasöfnun samræmdrar foreldrakönnunar grunnskóla og starfsmannakönnunar leikskóla fór fram í febrúar og birtust niðurstöður í fyrstu viku mars. Gagnasöfnun samræmdrar foreldrakönnunar leikskóla og starfsmannakönnunar grunnskóla fór fram í mars og birtust niðurstöður í byrjun apríl.
Líkt og áður var þátttaka góð og svarhlutfall hjá stórum […]
Skólapúlsinn flutti nýverið skrifstofu sína í Hamraborg 12 í Kópavogi. Símanúmerið 583-0700 helst óbreytt. Skrifstofan og síminn eru opin sem fyrr frá 08-16 alla virka skóladaga.
Samræmd foreldrakönnun Skólapúlsins í leikskólum fyrir skólaárið 2016-17 fer fram í mars næstkomandi. Hægt er að staðfesta þátttöku skóla í könnuninni með því að senda inn lista yfir foreldra fyrir 22. febrúar. Áður en foreldralistinn er sendur inn er mælst til þess að skólinn gefi foreldrum færi á að hafna þátttöku. Foreldrabréfið og nákvæmar leiðbeiningar […]
Samræmd starfsmannakönnun Skólapúlsins í grunnskólum fyrir skólaárið 2016-17 fer fram í næsta mánuði. Hægt er að staðfesta þátttöku skóla í könnuninni með því að senda inn lista yfir starfsfólk fyrir 22. febrúar 2016. Nákvæmar leiðbeiningar um framkvæmd má finna hér: http://skolapulsinn.is/um/?page_id=1163
Samræmd starfsmannakönnun Skólapúlsins í leikskólum fyrir skólaárið 2016-17 fer fram í næsta mánuði. Hægt er að staðfesta þátttöku leikskóla í könnuninni með því að senda inn lista yfir starfsfólk fyrir 25. janúar 2016. Nákvæmar leiðbeiningar um framkvæmd má finna hér: http://skolapulsinn.is/um/?page_id=1506