Aðalsíða »

Articles Archive for Year 2011

10. október, 2011

Í síðasta mánuði kynntu Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Jón Páll Haraldsson í Kastljósi RÚV skýrslu um kynjamun hjá grunnskólanemendum í Reykjavík. Hún er afrakstur vinnu starfshóps á vegum Menntasviðs Reykjavíkur um stráka og skólann. Metinn var kynjamunur í námsárangri en einnig líðan, námsvirkni og bekkjaranda. Hópurinn nýtti meðal annars niðurstöður úr Skólapúlsinum þar sem fram […]

lesa meira
8. október, 2011

Skilyrðum fyrir birtingu niðurstaðna hefur verið breytt lítillega nú í október. Nú þurfa einungis 5 nemendur úr hverjum árgangi að hafa svarað til að meðaltal árgangsins sé birt. Þetta veldur því að niðurstöður svo til allra skóla brotna niður eftir árgöngum strax eftir fyrstu mælingu vetrarins. Ef ekki eru 5 nemendur í einhverjum árganganna brotna […]

lesa meira
5. október, 2011

Eftir því sem fleiri skólar taka þátt í Skólapúlsinum verður úrvinnsla gagnanna umfangsmeiri. Nýverið var kerfið bætt með nýjum efnisyfirlitum (database index). Breytingin hefur þau áhrif að öll úrvinnsla tekur nú mun styttri tíma en áður. Af því leiðir að mun skemmri tíma tekur nú að opna einstakar síður á niðurstöðusíðum skólanna.

lesa meira
30. september, 2011

Síðastliðinn fimmtudag bilaði vefþjónn hjá Reiknistofnun Háskólans með þeim afleiðingum að vefkerfi Skólapúlsins hefur legið niðri sl. tvo daga. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi bilun kann að hafa valdið.

lesa meira
27. september, 2011

Nú geta tengiliðir nálgast og prentað úrtakslistann beint af niðurstöðusíðu skólans frá og með fyrsta hvers mælingamánaðar. Listarnir verða áfram sendir í tölvupósti ásamt áminningum. Listarnir á niðurstöðusíðunni eru gagnvirkir á þann hátt að nafn nemendanna hverfur eftir að þeir hafa svarað spurningalistanum. Með því móti er einfaldara að fylgjast með hvort að einhver nemandi […]

lesa meira
11. september, 2011

Úrtaksgerð fyrir alla mælingamánuði hvers skóla fer nú fram um leið og nemendalistinn hefur verið sendur inn í upphafi skólaársins. Úrtakslisti hvers mánaðar birtist nú sjálfkrafa á niðurstöðusíðu hvers skóla og er aðgengilegur til prentunar þar út þann mánuð. Þetta gerir það að verkum að hægt er að byrja á fyrirlögn strax í upphafi hvers mælingamánaðar. Tölvupóstur með úrtaki mánaðarins og áminningar verða engu að síður áfram sendar á tengiliði eins og verið hefur.

lesa meira
21. ágúst, 2011

Öll börn eiga skilið að mennta sig og alast upp í góðu skólaumhverfi. Við trúum því að námsmat í formi hárra einkunna sé ekki eini mælikvarðinn á gott skólastarf. Þess vegna höfum við þróað Skólapúlsinn.

lesa meira
18. ágúst, 2011

Í vor var uppbyggingu vefkerfisins breytt þannig að ekki er lengur nauðsynlegt að senda inn kennitölur með nemendalista skólaársins eins og undanfarin ár. Með þessu er tryggt að ekki sé hægt að rekja svör einstakra nemenda aftur til þeirra. Nöfnum nemenda er jafnframt eytt um leið og þau hafa lokið við að svara spurningalistanum.

lesa meira
18. ágúst, 2011

Í haust verður í fyrsta skipti spurt um þátt neteineltis í einelti. Spurning verður forprófuð í september og kvarðinn í heild sinni þáttagreindur að því loknu. Að því loknu verður tekin ákvörðun um hvort að spurningin er nægilega vel orðuð til að verða hluti af eineltiskvarðanum.

lesa meira
18. ágúst, 2011

Í haust verður í fyrsta sinn hægt að fylgjast með fylgni á milli allra kvarðanna í Skólapúlsinum. Kvarðar sem fylgjast þétt að í gögnum einstakra skóla geta gefið vísbendingar um mögulegt orsakasamband. Sem dæmi má nefna að á síðasta ári mældist sterk jákvæð fylgni (r=0,65) á milli sjálfsálits og stjórnar á eigin lífi í 6.-10.bekk. […]

lesa meira